Vel heppnaður Cittaslow sunnudagur á Djúpavogi
Cittaslow sunnudagur var haldinn hátíðlegur í Löngubúð sunnudaginn 28. september síðastliðinn.Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow og er þetta er í annað skiptið sem dagurinn er haldinn í Djúpavogshreppi. Markmiðið að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og/eða sögu.
Að þessu sinni var lögð áhersla á sauðkindina og afurðir hennar. Boðið var upp á ótrúlegt úrval rétta, bæði hefðbundinna og óhefðbundinna, allt frá blóðpönnukökum til hinna rammíslensku sviðalappa. Auk þess héngu prjónaafurðir á veggjum.
Mætingin var ágæt og óhætt að segja að gestir hafa farið saddir og sælir heim eftir þennan skemmtilega viðburð.
Sjáðu myndirnar með því að smella hér.