Forbes kíkir austur: Hér er ég í splunkunýja lífinu mínu
![sigga lund 14](/images/stories/news/folk/sigga_lund_14.jpg)
„Hér er ég í splunkunýja lífinu mínu. Kærastinn minn er alinn upp hér en þetta er allt nýtt fyrir mér þannig ég fer langt út fyrir þægindarammann á hverjum degi," er haft eftir Siggu í viðtalinu.
Í greininni segir að útvarpsstjarnan fyrrverandi búi nú fjarri vinum og fjölskyldu og það sé aðeins jarm 300 kinda sem rjúfi þögn óbyggðanna.
Í vor fluttist hún austur á Vaðbrekku á Jökuldal ásamt kærsta sínum, Aðalsteini Sigurðssyni, og tók við búinu þar. Forbes reynir að leiðbeina áhugasömum á staðinn.
„Ef þig langar virkilega að leita skalt byrja á að finna Vatnajökul. Horfðu svo eftir Jökuldal og sé kortið nógu nákvæmt gæti þér lánast að finna Vaðbrekku."
Sigga viðurkennir í viðtalinu að það hafi verið mikil umskipti að flytja úr Reykjavík og austur á land. „Þetta hefur verið ágætt til þessa en ég safna samt stundum borgarinnar."
Blaðamaður Forbes, sem fylgst hefur vel með eldgosinu í Holuhrauni, ræðir það við Siggu sem virðist róleg á Vaðbrekku enda eigi býlið ekki að vera á hættusvæði vegna flóða.
Hann forvitnast einnig um eftirtektarverða staði á Austurlandi en Sigga segir að fyrir austan sé hægt að upplifa náttúruna á hennar hreinlegasta hátt. Hún mælir með matnum á Gistihúsinu á Egilsstöðum og talar um Lagarfljótsorminn og Laugavelli og Borgarfjörð eystri sem áhugaverða staði.
„Borgarfjörðurinn er ótrúlega fallegur. Það þarf að keyra yfir brattan fjallveg til að komast þangað. Það getur verið dálítið ógnvekjandi en er fullkomlega þess virði."