Maðurinn sem stal sjálfum sér - útgáfuhóf í Löngubúð á Djúpavogi

gisli palsson madurinn sem stal sjalfum ser 1Laugardaginn 11. október verður útgáfu bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson mannfræðing fagnað í Löngubúð á Djúpavogi. Bókin fjallar um lífshlaup Hans Jónatans, karabíska þrælsins sem gerðist verslunarmaður á Djúpavogi. Hans Jónatan var einnig fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að hér á landi.

„Hann var þræll fæddur á St. Croix í Vestur Indíum, 1784 á plantekru sem var í eigi danskra sykurbaróna. Hann ólst upp að hluta til á St. Croix en fluttist ungur að árum til Danmerkur með eigendum sínum og fjölskyldu. En saga Hans Jónatans endaði ekki þar, því eftir að hafa tapað málaferlum gegn eigendum sínum í frægum réttarhöldum í Danskri réttarsögu stakk hann af og endaði hér á landi. Líklega í gegnum tengsl við danska verslunarmenn sem voru við Djúpavogsverslun. Hann settist þar að, hvort sem það var upphaflega ætlunin, og bjó þar til dauðadags,“ segir Gísli í viðtali sem var tekið við hann fyrr í sumar.

Herlegheitin hefjast kl. 16:00 og m.a. mun Kristín Vilhelmína Sigfinnsdóttir, Djúpavogsbúi og afkomandi Hans Jónatans lesa upp úr bókinni.

Mynd: Forlagið

gisli palsson madurinn sem stal sjalfum ser 2


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar