Konukvöldið mikla: Ásgeir Trausti gaf okkur bol og húfu til að bjóða upp og bæjarstjórinn líka

Konukvoldið miklaHárstofa Sigríðar og Staupasteinn á Reyðarfirði lofa stuð á stemmningu á laugardagskvöldið 11. október næst komandi þegar Konukvöldið mikla fer fram í þriðja sinn.

„Hér eru hlutirnir sko að gerast. Við erum að halda þetta konukvöld í þriðja skiptið nema í þetta sinn ákváðum við að tengja það bleikum október og láta gott af okkur leiða, en ágóðinn af kvöldinu rennur til Krabbameinsfélags Austurlands“ segir Sigríður H. Gunnarsdóttir, hjá Hárstofu Sigríðar í samtali við Austurfrétt.

„Þetta verður alvöru og við ætlum að tríta konurnar upp úr skónum með fordrykk og snittum, bleikum kokteilum og konfekti. Sigga Kling verður svo veislustjóri. Hún var með okkur líka í fyrra og ég get staðfest það að hún þurfti ekki meira en þrjár mínútur á sviði og stelpurnar voru allar komnar upp á borð þannig við erum spenntar að fá hana aftur. Ég veit líka að hún ætlar að kynna okkur aðeins fyrir dótakassanum sínum að þessu sinni,“ segir Sigríður spennt.

Dagskráin er hin veglegasta. „Dansandi slökkviliðsmenn, karlakór Eskifjarðar, tónlistaratriði, tískusýning og ég veit ekki hvað og hvað. Svo má ekki gleyma að það verður uppboð á fatnaði af frægum einstaklingum. Ásgeir Trausti er búin að gefa okkur bol og húfu til að bjóða upp, Helgi Seljan sendi okkur flík og bæjarstjórinn líka og allur ágóði mun svo að sjálfsögðu renna til Krabbameinsfélagsins hér á Austurlandi.“

Forsala miða er á Hárstofu Sigríðar á Reyðarfirði. „Það er gríðarlega stemmning fyrir þessu kvöldi. Við erum búnar að selja yfir 160 miða svo það fer hver að verða síðastur. Hver seldur miði er happadrættismið og eiga konurnar möguleika á að vinna stútfullt af glæsilegum vinningum og gjöfum, svo það er allt að vinna. Við opnum svo fyrir strákunum um miðnætti og dönsum inn í nóttina. Þetta verður geiðveikt,“ segir Sigríður að lokum

Hægt er að skoða dagskrá betur HÉR


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.