Fyrsta stiklan úr Fortitude: Þetta er blóðbað – Myndband

fortitude promo 1Sky sjónvarpsstöðin hefur sent frá sér fyrsta alvöru myndbrotið úr þáttunum Fortitude sem teknir voru upp á Austurlandi fyrr á árinu.

Lögreglubíll á mikilli ferð með forgangsljós í vetrarmyrkri er það sem helst sést af svæðinu í tæplega mínútu langri stiklunni.

Sögusviðið er hins vegar blaðamannafundur bæjarstjórans í Fortitude, sem Sofie Gråböl leikur, þar sem hún talar af upplifun sínum af hinum friðsæla stað og nú standi til að byggja hótel inn í jökulinn.

Þegar hún lýkur máli sínu kemur kallið frá lögreglustjóranum um blóðbaðið.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar