Gáfu 150.000 króna styrk: Mikilvægt að láta gott af okkur leiða
„Við höldum svona bleikan fund á hverju ári og reynum alltaf að styrkja einhvern eða gera vel við þá sem hafa átt í baráttu við krabbamein. Í ár völdum við Krabbameinsfélag Austfjarða.
Við kvenfélagskonur áttum huggulega kvöldstund með Tinnu Hrönn og eftir fræðsluna og létt spjall færðum við krabbameinsfélaginu 150.000 kr. styrk með óskum um að þessir peningar myndu nýtast inn í þeirra starf,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir, formaður Kvenfélags Reyðarfjarðar í samtali við Austurfrétt
Peningagjöfin er fjármögnuð með þeim verkefnum sem Kvenfélagið er að sinna yfir allt árið.
„Tinna Hrönn tók á móti gjöfinni fyrir hönd krabbameinsfélagsins og sagði hún að þau væru ofboðslega þakklát og að það ætti að fara opna svona nýja félagasmiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og að peningagjöfin mundi nýtast vel í það starf. Við erum hæstánægðar og finnst okkur mikilvægt að láta gott af okkur leiða,“ segir Lísa Lotta að lokum.
Mynd: frá vinstri: Tinna Hrönn og Lísa Lotta við afhendingu peningagjafarinnar