Indverska prinsessan á Austurlandi: Hún er greinilega mjög vinsæl

LeoncieÞað hefur farið framhjá ófáum að indverska prinsessan Leoncie er á leiðinni hingað Austur. Hún mun koma fram á karlakvöldi í Valhöll á Eskifirði laugardagskvöldið 1 nóvember n.k.

Það eru hjónin Völundur Þorgilsson og Sigríður Rósa Finnbogadóttir sem reka Valhöll og hafa þau gert það síðast liðið eitt og hálft ár. „Við höfum aldrei haldið svona karlakvöld áður og við finnum að það er spenningur fyrir þessu og þá sérstaklega fyrir Leoncie,“ segir Völundur sem er að skipuleggja kvöldið ásamt konu sinni.

Húsið opnar kl. 20 og verður kvöldið hið veglegasta og eru allir Austfirskir karlmenn velkomnir.

„Það verður flott dagskrá, mikill matur og mikill bjór eins og við karlar viljum hafa það en svo opnum við húsið kl. 23 fyrir konurnar þegar dansleikurinn heft.

En hvernig tók Leoncie í það að koma til Austurlands? „Hún tók rosalega vel í það, hún er spennt að koma. Hún kom hérna fyrir nokkuð mörgum árum. En hún er greinilega mjög vinsæl, við komumst að því þegar við fórum að hafa samband við hana, hún er mikið bókuð. Hún tekur vel í þetta, fólk tekur vel í þetta. Þetta á pottþétt eftir að vera hörku karlakvöld,“ segir Völundur að lokum.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.