Haustkvöld á Héraði í kvöld: Hvetjum alla til að koma og upplifa stemninguna
![egilsstadir](/images/stories/news/umhverfi/egilsstadir.jpg)
„Þátttakan í ár er mjög góð, en það er um tuttugu fyrirtæki sem taka þátt og eru með lengri opnunartíma, vörukynningar, tilboð og námskeið. Markmiðið er að búa til kósí og skemmtilega stemningu á Egilsstöðum, með kertaljósum, tónlist og almennri gleði á góðu haustkvöldi. Þetta hefur tekist mjög vel síðustu ár og við vonum að bæjarbúar verði duglegir að fara út að borða, kíkja í verslanirnar okkar og upplifa stemninguna,“ segir Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, starfsmaður Þjónustusamfélagsins
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.visitegilsstadir.is