Frumsýna heimildarmynd um strand Bergvíkur í Vöðlavík - Myndband
![vodlavik 0014 web](/images/stories/news/2014/vodlavik/vodlavik_0014_web.jpg)
Eftir miklar hremmingar tókst að ná Bergvíkinni aftur á flot tæpum mánuði síðar en við björgunina fórst dráttarbáturinn Goðinn og með honum einn maður.
Þyrlusveit bandaríska hersins af Keflavíkur vann hins vegar mikið afrek við að bjarga hinum skipverjunum sex í brjáluðu veðri í Vöðlavík.
Myndin er framleidd af Hafdal kvikmyndagerð en einn aðstandenda fyrirtækisins var á sínum tíma tökumaður hjá RÚV og á um sex klukkustundir af myndefni af strandstað sem nýtt er í myndina.
Myndin verður sýnd í Valhöll á Eskifirði klukkan 18:00 í dag og aftur í Egilsbúð í Neskaupstað klukkan 21:00. Ágóði af sýningunum fer til styrktar björgunarsveitunum á staðnum.
DVD diskur með myndinni er væntanlegur í verslanir fyrri hluta nóvember.
Haraldur Bjarnason, frétta og þáttagerðarmaður er handritahöfundur, spyrill og þulur.
Haraldur Bjarnason, frétta og þáttagerðarmaður er handritahöfundur, spyrill og þulur.