18 hlauparar mættu í fyrsta vetrarhlaup Hlaupahérana

HlaupaherarFyrsta hlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna fór fram á laugardaginn. Vetrarhlaupasyrpan samanstendur af sex 10 km hlaupum sem fara fram síðasta laugardag í mánuði frá október fram í mars.

„Það var góð stemning og hress hópur hlaupara sem mætti í fyrsta Vetrarhlaupið á Egilsstöðum,“ segir Ólöf Sigurbjartsdóttir á facbooksíðu Hlaupahérana, en það voru átján hlauparar sem tóku þátt á laugardaginn.

Þátttaka í hverju hlaupi gefur 1-5 stig og verða stigahæstu einstaklingarnir verðlaunaðir í lok tímabilsins. Dagsetningar fyrir næstu hlaup eru eftirfarandi: 29. nóvember, 31. desember, 31. janúar, 28. febrúar, og 28. mars.

Hlaupin hefjast við íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11 nema á gamlársdag kl. 10 og er skráning á staðnum hálftíma fyrir hlaup. Þátttökugjald er 1000 kr. í hvert hlaup og er létt hressing og aðgangur að sundlauginni að hlaupi loknu innifalið.

Vegleg útdráttarverðlaun verða dregin út að hlaupi loknu og fara allir sem taka þátt í pottinn.

Á laugardaginn var var það Ásgeir Már sem var fyrstur í mark á tímanum 43:34. Annar var Jóhann Benediktsson á tímanum 47:36 og þriðji í mark var Stefán Garðarsson á tímanum 48:10. Allir tímarnir verða síðan birtir á síðu Hlaupahérana á facebook og á hlaup.is.

Hlaupahérar hvetja alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna, heimamenn og gesti til að mæta og spretta úr spori.

Skoðaðu myndir af fyrsta vetrarhlaupinu HÉR.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar