Austfirskt ljóðskáld á metsölulista Eymundsson
![hrafnkell larusson ljodabok](/images/stories/news/folk/hrafnkell_larusson_ljodabok.jpg)
Í bók Hrafnkels, sem kom út fyrr í mánuðinum, er að finna frumsamin ljóð frá 20 ára tímabili. Efnistök, viðfangsefni og nálgun eru fjölbreytt, en í bókinni má bæði finna formbundin ljóð og óbundin auk tilrauna með ný ljóðform.
Hrafnkell Lárusson er 37 ára gamall sagnfræðingur. Hann hefur áður gefið út fræðilegt efni, bæði bækur og greinar, ýmist sem höfundur eða ritstjóri.
Höfundur gefur bókina út sjálfur, en hún kemur út í takmörkuðu upplagi. Bókin er önnur ljóðabókin á árinu sem gefin er út af félaga í ljóðahópnum Hása kisa en fyrr á árinu kom út ljóðabókin Brennur eftir Stefán Boga Sveinsson.
Bókin er í fimmta sæti metsölulista Eymundsson í flokki innbundinna skáldverka, ljóðabóka og hljóðbóka.
Þá er bók Gísla Pálssonar, prófessors í mannfræði, um Hans Jónatan í áttunda sæti heildarlista bóksölunnar og í þriðja sæti í flokki handbóka/fræðisagna og ævisagna.
Í bókinni, sem kom einnig út fyrr í mánuðinum, rekur Gísli sögu karabíska þrælsins sem kom til Íslands, gerðist bóndi á Bogargarði í Djúpavogi, kom þar upp fjölskyldu og fjölda afkomenda.