Skip to main content

Vopnafjörður: Atkvæðagreiðsla í nefnd um tímasetningu bæjargöngu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. okt 2014 12:03Uppfært 29. okt 2014 12:21

vopnafjordur 02052014 0004 webTil atkævðagreiðslu kom um tímasetningu bæjargöngu á Dögum myrkurs á síðasta fundi menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps. Einn fulltrúinn var á móti tillögu meirihluta nefndarinnar.


Fjórir nefndarmanna voru sammála um að hafa hana að kvöldi fimmtudagsins 6. nóvember en annar fulltrúi framsóknarmanna, Hreiðar Geirsson vildi frekar hafa hana á föstudagskvöldi.

Í fundargerð kemur fram að hann hafi lýst áhyggjum sínum af því að hafa gönguna á virku kvöldi þar sem skólabörn þyrftu að mæta í skólann daginn eftir. Því væri betra að hafa hana á föstudagskvöldi og samtengja hana félagsmiðstöðinni. Aðrir nefndarmenn töldu „meiri stemmingu fyrir rólegri göngu á virku kvöldi" enda vildu krakkarnir vera í félagsmiðstöðinni á föstudögum.

Hugmyndir nefndarinnar snúast um að fara í göngu með leiðsögumanni og stoppa á vissum stöðum og segja sögur. Henni ljúki svo í Miklagarði með kaffiveitingum og tónlistardagskrá. Þá eru uppi hugmyndir að hvetja íbúa til að hafa friðarkerti logandi við hús sín á meðan göngunni stendur til að auka enn á stemminguna.