Vegareiði á morgun: Lofa brjáluðum rokktónleikum

vegareidi urd bwTónlistarhátíðin Vegareiði verður haldin í tíunda sinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Í gegnum árin hafa tugir hljómsveita stigið á stokk og að þessu sinni spila sex hljómsveitir.

„Áhorfendur mega eiga von á frábærum og kraftmiklum böndum og brjáluðum rokktónleikum," segir Kormákur Máni Hafsteinsson, einn aðstandenda hátíðarinnar.

Á Vegareiði hefur verið boðið upp á rokk í þyngri kantinum en hljómsveitin Dimma er aðalnúmerið á hátíðinni í ár.

Auk hennar eru Rusikuss, 2nd White Sunday og Brönd frá Egilsstöðum, Kjerúlfur úr Fljótsdal og Oni úr Neskaupstað.

Frítt er á tónleikana og opnar húsið klukkan 19:30. Skemmtunin er vímuefnalaus og útivistarreglur gilda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar