Þrír klassískir Austfirðingar frumflytja verk eftir austfirsk tónskáld

klassiskir austararGítarleikarinn Svanur Vilbergsson, flautuleikarinn Hildur Þórðardóttir og mezzósópransöngkonan Erla Dóra Vogler halda tónleika á þremur stöðum á Austurlandi í næstu viku sem Þrír klassískir Austfirðingar. Þau frumflytja meðal annars verk eftir austfirsk tónskáld.

Erla, Hildur og Svanur eru öll alin upp á Austurlandi, hvert í sínu bæjarfélaginu: Svanur á Stöðvarfirði, Erla á Egilsstöðum og Hildur í Neskaupstað. Þau hófu þar tónlistarnám sitt en hafa síðan farið erlendis í framhaldsnám.

Efnisskrá tónleikanna verður mjög blönduð að þessu sinni en hápunktur þeirra verður þó frumflutningur tveggja tónverka eftir ung austfirsk tónskáld. Það eru verkin „Fimm týndir jólasveinar," eftir Báru Sigurjónsdóttur frá Egilsstöðum, og „Bara nokkrir tónar," eftir Pál Ívan frá Eiðum.

Tónleikarnir verða haldnir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á mánudag, Frönsku kapellunni á Fáskrúðsfirði á þriðjudag og safnaðarheimilinu í Neskaupstað á miðvikudag. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og eru um klukkustund að lengd.

Svanur, Erla Dóra og Hildur að loknum tónleikum í fyrra. Mynd: Úr einkasafni

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.