Skip to main content

Þrír klassískir Austfirðingar frumflytja verk eftir austfirsk tónskáld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. nóv 2014 15:05Uppfært 03. nóv 2014 15:08

klassiskir austararGítarleikarinn Svanur Vilbergsson, flautuleikarinn Hildur Þórðardóttir og mezzósópransöngkonan Erla Dóra Vogler halda tónleika á þremur stöðum á Austurlandi í næstu viku sem Þrír klassískir Austfirðingar. Þau frumflytja meðal annars verk eftir austfirsk tónskáld.


Erla, Hildur og Svanur eru öll alin upp á Austurlandi, hvert í sínu bæjarfélaginu: Svanur á Stöðvarfirði, Erla á Egilsstöðum og Hildur í Neskaupstað. Þau hófu þar tónlistarnám sitt en hafa síðan farið erlendis í framhaldsnám.

Efnisskrá tónleikanna verður mjög blönduð að þessu sinni en hápunktur þeirra verður þó frumflutningur tveggja tónverka eftir ung austfirsk tónskáld. Það eru verkin „Fimm týndir jólasveinar," eftir Báru Sigurjónsdóttur frá Egilsstöðum, og „Bara nokkrir tónar," eftir Pál Ívan frá Eiðum.

Tónleikarnir verða haldnir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á mánudag, Frönsku kapellunni á Fáskrúðsfirði á þriðjudag og safnaðarheimilinu í Neskaupstað á miðvikudag. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og eru um klukkustund að lengd.

Svanur, Erla Dóra og Hildur að loknum tónleikum í fyrra. Mynd: Úr einkasafni