Dagar myrkurs: Litríkir, framandi og flottir kokteilar á Hótel Héraði

SlippaarinnNú standa Dagar myrkurs sem hæst og mikið er um að vera um allt Austurland. Í ár þykir dagkráin sérstaklega vegleg og margir sem standa fyrir hinum ýmsu viðburðum.

Í kvöld mun heldur betur birta til á Dögum myrkurs þegar Pop Up bar Slippbarsins mætir og hristir sérlega bragðgóða drykki á Ljós í myrkrinu á Icelandair hótel Héraði. Það eru kokteilmeistarar Slippbarsins ásamt gestabarþjónum frá Svíþjóð leika listir sínar í kvöld.

„Það komu tveir barþjónar frá Slippbarnum í fyrra og kvöldið heppnaðist mjög vel. Stemmningin var æðisleg. Slippbarinn á Icelandair Hótel Reykjavík Marina er líka einn af þeim stöðum sem leggja hvað mestan metnað í kokteila. Nú koma líka tveir barþjónar frá Corner club sem er bar í Stokkhólmi svo þetta verður eitthvað. Þeir munu hrista í allskonar kokteila og án efa bjóða upp á margt skemmtilegt,“ segir Katla Einarsdóttir, þjónn á Icelandair hótel Héraði.

Ljós í myrkrinu á Hótel Héraði stendur frá Kl. 17-24. En boðið verður upp á gleðistund ( happy hour) milli 17 og 19 og þá verða allir kokteilar á hálfvirði.

Margar frábærar uppákomur verða um allt Austurland á dagskrá Daga myrkurs um helgina. Skoðaðu það sem er að gerast Hér.

Mynd: Slippbarinn

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar