Halldóra Malin í yfirheyrslu: Er óendanlega stolt af öllum sem hafa unnið að þessari sýningu.
„Þetta er búið að vera eitt það skemmtilegasta æfingaferli sem ég hef upplifað, mikið um hlátur og alltaf gaman á æfingum. Allir eru búnir að vinna eins vel og hugsast getur því þetta er stór og viðamikil sýning, stór leikmynd og nær 30 manns á sviðinu og annað eins af fólki við hin ýmsu störf bak við tjöldin. Svo glæðir þessi ótrúlega fallega tónlist sem Þrjú á palli gerði svo vinsæla og hana flytja dásamlegir herramenn við undirleik Hafþórs Vals,“ segir Halldóra þegar blaðamaður Austurfréttar heyrði í henni í dag.
„Þið munið hann Jörund er afskaplega skemmtilegt verk og þessi uppsetning er ævintýraferðalag um þennan einstaklega sérstaka tíma í Íslandssögunni, þegar Jörundur Hundadagakonungur gerði sjálfan sig að konungi yfir Íslandi. Leikhúsgestir eiga von á góðri stund úr daglegu amsti, því þessarar sýningar ættu allir fjölskyldumeðlimir að geta notið saman. Því bíð ég alla hjartanlega velkomna, langalangaömmur og langalangaafa, langömmur og langafa, ömmur og afa, mömmur og pabba og yngri kynslóðina,“ segir leikstjórinn að lokum sem er í yfirheyrslu þessa vikuna.
Fullt nafn: Halldóra Malin Pétursdóttir
Aldur: 33 og verð bara skemmtilegri og betri með árunum
Starf: Leikari, leikskólakennari á leikskólanum Sólvöllu á Seyðisfirði, og einn eiganda af Gullabúinu á Seyðisfirði, sem er dásamlega falleg verslun fyrir fagurkera
Maki: Árni Geir Lárusson rafeindarvirki og tónlistarkennari og besti maður sem ég þekki
Börn: Stígur Árnason sem er tveggja á hálfs og gerir allar stundir áhugaverðari og skemmtilegri
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Skálanes fyrir utan Seyðisfjörð er mitt uppáhald. Þetta er svo einstakur staður og staðahaldarar búnir að gera algjört kraftaverk. Það er svo ólýsanega fallegt þarna og stórbrotið landslag og dýralíf. Þangað fórum við skötuhjúin í brúðkaupsferðina okkar og mér mun alltaf þykja vænt um þennan stað
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Hér verð ég að játa mig sigraða, því að ég er ekki sérlega mikið í eldhúsinu, við skulum bara orða það þannig að hæfileikar mínir liggja á öðrum sviðum og það sem er til hverju sinni er til í það og það skipti.
Hvaða töfralausn trúir þú á? Ég trúi á að koma fram við aðra af virðinu og jákvæðni, kannski er það engin töfralausn því það geta allir gert.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur matur sem ég elda ekki sjálf er uppáhald, ég er núna td að fara til mömmu í slátur og hlakka óendanlega mikið til.
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Muna eftir að taka eftir og njóta þessara litlu augnablika í lífinu sem maður lítur svo oft framhjá
Hvernig líta kosífötin þín út? Bara þau föt sem að ég klæðist er flest öll kósí
Hvað Bræðir þig? Árni Geir og Stígur í hvert einasta sinn
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Ég borða nú eiginlega ekki mikinn skyndibita, mér finnst pizzurnar á Skaftfelli alltaf svakalega góðar
Hver er uppáhalds bókin þín? Þið munið hann Jörund er klárlega besti texti sem ég er að lesa núna
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Efemía í flutningi Stefáns Boga Sveinssonar er það fallegasta sem ég hef heyrt lengi
Hvernig er dagurinn þinn fyrir frumsýiningu? Bara ljúfur og góður, enda er ég að fara að borða slátur
Ertu spennt fyrir kvöldinu? Stolt er kannski betra orð, ég er óendanlega stolt af öllum sem að hafa unnið að þessri sýningu
Draumaverkið til að setja upp? Þau eru mörg, en kannski myndi mig einhverntíman langa til að setja upp Nightmare before Christmas, sem er uppáhalds fjöskyldumynd ábúandana á Kálfatjörn