9. bekkingar Nesskóla sýndu Fólkið í blokkinni fyrir fullu húsi: Erum í skýjunum með þetta
![Folkid i blokkinni](/images/Folkid_i_blokkinni.jpg)
Á hverju ári setja níundu bekkingar í Nesskóla upp söngleik í fjáröflunarskyni til að safna fyrir skólaferðalagi sem þeir fara í skólalok á vorin. Í ár völdu krakkarnir að taka Húsið í blokkinni.
„Ég er svo stolt af krökkunum. Þetta gekk rosalega vel. Við vorum með þrjár sýningar. Eina í fyrradag og tvær í gær og það mættu yfir 500 manns,“ segir Guðrún Smáradóttir, kennari og leikstjóri sýningarinnar.
Sáu um allt sjálf
Það voru um tuttugu og tveir krakkar sem komu að sýningunni og leikarar voru um þrettán. „Þau sáu um allt sjálf leik, söng og hljóðfæraleik. Jón Hilmar Kárason tónlistarkennari hjálpaði hljómsveitinni á æfingum og ég leikstýrði. En svo má ekki gleyma að foreldrarnir hjálpuðu til og komu með mat handa leikhópnum á æfingum. Þetta var sannarlega flott hópefli.“
Það var mikið lagt í sýninguna „Það var engu til sparað. Við vorum með alvöru græjur, ljós, ljósamenn og tæknimenn, svo það var ekki alveg ókeypis að setja stykkið upp. En við fengjum styrki fyrir uppsetningunni sem gaf okkur tækifæri á að gera þetta alvöru, en svo rennur innkoman öll í ferðasjóð nemenda. Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum stuðninginn og síðast en ekki síst öllum þeim sem komu. Við erum í skýjunum með þetta,“ segir Guðrún.
Myndir: Kristín Hávarðsdóttir
![Folkid i blokkinni](/images/Folkid_i_blokkinni.jpg)
![blokkin 1](/images/blokkin_1.jpg)
![blokkin 2](/images/blokkin_2.jpg)
![blokkin 3](/images/blokkin_3.jpg)
![blokkin 4](/images/blokkin_4.jpg)
![blokkin 5](/images/blokkin_5.jpg)
![blokkin 6](/images/blokkin_6.jpg)
![blokkin 7](/images/blokkin_7.jpg)
![blokkin 8](/images/blokkin_8.jpg)
![blokkin 10](/images/blokkin_10.jpg)
![blokkin 11](/images/blokkin_11.jpg)