Nýtt Útsvarslið Fljótsdalshéraðs: Við erum öll brjálæðislegir keppnismenn
![fljotsdalsherad utsvar urslit12 0007 web](/images/stories/news/2012/fljotsdalsherad_utsvar_urslit12_0007_web.jpg)
Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi, snýr aftur eftir tveggja ára hlé en með honum verða Eyjólfur Þorkelsson, læknir og Björg Björnsdóttir, verkefnastjóri sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú.
„Við tökum verkefnið mjög alvarlega því okkur er sýndur mikill heiður með að vera valin í þetta lið," segir Björg sem hefur mikla trú á liðsfélögum sínum.
„Ég er persónulega ákaflega glöð yfir að hafa Steina því hann veit allt og við erum ótrúlega heppin að Eyjólfur læknir er frábær leikari," segir hún.
Stefnan er vitaskuld sett á sigur. „Það þýðir ekkert annað. Við erum öll brjálæðislegir keppnismenn. Samstarfsfólk mitt hjá Austurbrú getur borið vitni um að ég er enn sár yfir keppni sem var í september í fyrra. Stefán Pálsson á því ekki von á góðu ef við vinnum ekki."