Grýlugleði um helgina
Árviss Grýlugleði verður haldin í fimmtánda sinn á Skriðuklaustri á sunnudag kl. 14. Á henni munu sagnálfar og gaulálfar segja frá og syngja um hina hræðilegu tröllkerlingu sem kom til landsins með Ingólfi Arnarsyni og á sér bústaði tvo í fjöllunum við Fljótsdal samkvæmt kvæði Stefáns Ólafssonar frá 17. öld.Ekki er ólíklegt að hjónakornin Grýla og Leppalúði renni á lyktina af öllum börnunum sem koma á Grýlugleði og þá gæti færst fjör í leikinn.