Grínistar á leiðinni austur: Austfirðingar aðeins öruggari með sig en aðrir Íslendingar
![grinfelagid](/images/grinfelagid.jpg)
Grínistar kvöldsins eru engir aðrir en Ari Eldjárn, Þorsteinn Guðmundsson og Þórhallur Þórhallsson.
„Við lofum góðri skemmtun. Við erum þrír ólíkir uppistandarar og allir góðir vinir og það er langt síðan við þrír höfum skemmt allar saman. Þetta er fyrst og fremst afsökun fyrir okkur að fara saman út á land og við vonum að þetta verði það fyndið að fólk fatti ekki að við erum bara í fríi,“ segir Ari Eldjárn og hlær þegar blaðamaður Austurfréttar heyrði í honum.
„En án gríns við hlökkum mjög mikið til. Ég hef komið fram á Reyðarfirði, Norðfirði og Egilsstöðum og það er gaman að skemmta austfirðingum. Þeir eru einhvern veginn aðeins öruggari með sig en aðrir Íslendingar, og ég er handviss um að það sé ekki vegna þess að þeir hafa þessa sjóleið út úr landinu á meðan aðrir hafa áhyggjur af því að flugvöllurinn gæti klikkað. En hvernig sem því líður, þetta verður bara gaman og við vonumst til að sjá sem flesta.“
Miðasala og allar nánari upplýsingar er á midi.is