Jólastemning á jólamarkaði Dalahallarinnar - myndir

jola6Hin árlegi jólamarkaður Dalahallarinnar á Neskaupstað fór fram í allri sinni dýrð á laugardaginn var. En það er hestamannafélagið Blær sem á reiðhöllina.

Markaðurinn er haldinn ár hvert í byrjun aðventu í fjáröflunarskyni fyrir Dalahöllina. „Þetta heppnaðist rosalega vel í ár og stemningin var æðisleg. Það fylltust 30 söluborð af allskonar góðgæti og fjölbreyttu handverki, og að sjálfsögðu vorum við með veglegt kaffihlaðborð,“ segir Sigrún Júlía Geirsdóttir, formaður Hestamannafélagsins.

Mæting á markaðinn var góð enda vegleg dagskrá í boði fyrir gesti og gangandi. „ það tala margir um það að akkúrat þessi markaður marki upphafið að aðventunni fyrir þá, þess vegna er það fastur liður hjá mörgum að koma ár eftir ár. Þetta er líka rosalega gaman. Fyrir utan stemninguna við söluborðin, buðum við upp á barnabíó, og sátu krakkarnir á heysátum og borðuðu popp og drukku Svala. Sönghópurinn Fönn söng ásamt fleirum sem tóku lagið. Það var bara fullt af fólki sem var bara svo glatt í sinni, og það ríkti bara æðisleg jólastemning,“ segir Sigrún að lokum.

Myndir: Kristín Hávarðsdóttir

jola5jola7jola4jola2jola3jola1

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.