Kalt á toppnum: Prins Póló og Baggalútur gefa út jólalag

Prinspolo BaggaluturÚt er komið jólalagið Kalt á toppnum en það eru Berfirðingurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, og Baggalútur sem standa að útgáfu þess. Lagið sömdu þeir Svavar og Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur.

Fyrir nokkru frumbirtu þeir lagið á nótnaformi sem vakti mikla lukku - allavega hjá þeim sem kunna að lesa nótur.En nú er það komið út á formi sem allflestir skilja og er fólk ekki í vafa um að það muni slá í gegn, rétt eins og jólalög Baggalúts hafa hingað til gert sem og tónlist Prins Póló.

Myndin sem fylgir fréttinni, fylgdi tilkynningu Baggalúts um lagið en þar er okkar eini sanni Búlandstindur, kuldalegur til toppsins, klæddur kórónu Prinsins.

Lagið má heyra Með því að smella HÉR.

Það var vefur Djúpavogs sem greindi frá.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.