Heimsfrumsýning á Seyðisfirði: Er í viku að gera eina húfu

ny hufurÞað var hvorki meira né minna heimsfrumsýning á Seyðisfirði síðustu vikuna í nóvember þegar sýndar voru húfur frá New yok, sem eru vetrarhúfur gerðar með hefðbundnum aðferðum. Sýningin var á vegum Skaftfells.

Það var hönnunarfyrirtækið New Yok sem tímabundið flutti starfsemi sína bókabúðina-verkefnarými í hjarta Seyðisfjarðar dagana 22. – 29. nóvember síðastliðin.

Þar voru framleiddar handgerðar húfur úr ull af Seyðfirsku sauðfé beint úr nærliggjandi fjallahaga. Hægt var að fylgjast með ströngu vinnuferlinu, umbreytingu á hráu og kornóttu reyfi verkað í silkimjúkt garn og tilurð hinnar klassísku New Yok götustíls húfu. Sýningin leiddi gesti í gegnum framleiðsluferlið og gaf einstæða yfirsýn í vefnaðartækni.

Rappmenning

„Í grunnin er New yok einn listamaður sem heitir Petter Letho frá Svíþjóð. Hann er búin að vera að vinna með neðanjarðar rapp-kúltur í austur Evrópu í soldin tíma. Hann ferðaðist mikið og tók ljósmyndir og skoðaði rapp-kúltúrinn í þaula. Út frá þessu komu nokkur verkefni og eru húfurnar eitt af þeim, en þar sameinar hann handverkshefðina úr smábænum sem hann kemur frá við rapp menninguna, segir Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona Skaftfells.

Handgert frá grunni

En hvers vegna valdi Petter að frumsýna verkið á Seyðisfirði? „ Hann var gestalistamaður hjá okkur og dvaldi hér í tvo mánuði. Hann notaði tímann til að virkilega stúdera hugmyndina sína og vinna úr Íslensku ullinni sem hann fékk frá fjárbúinu í Fjarðaseli. Hann Kembdi og spann band á meðan hann hlustaði á rapptónlist. Hann litaði svo ullina til að fá mismunandi liti og prjónaði svo húfur með rosalega litlum prjónum. Petter lagði mikla áherslu á að húfan liti út eins og götutískan gerir ráð fyrir og eins að hún sé eins og hún sé verksmiðju framleidd, þegar hún er í raun handgerð frá grunni. Það er smá kaldhæðni í þessu, það er að fara svona rosalega langa leið til að herma eftir einhverju sem að öllu jöfnu er fjöldaframleitt í verksmiðju. Hann náði að gera þrjár til fimm húfur á meðan hann var hér, en það tekur að minnsta kosti viku að gera eina húfu.“

Er hægt að kaupa þessar húfur einverstaðar? „Nei, tók allt með sér. Þetta er í raun svona farandverkefni sem hann er með í þróun. Hann er ekki búinn að ákveða hver umgjörðin verður svo þetta er ekki á leiðinni í verslanir á þessu stigi,“ segir Tinna að lokum.

Ný sýning opnaði í Skaftfelli um helgina sem nefnist Tvö fljót. Um er að ræða einkasýningu Kristiinu Koskentola frá Finnlandi. Nánar um sýninguna HÉR.

ny hufur2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.