Austfirskt samfélag til umfjöllunar í Listaháskólanum

news from nowhere karnaAustfirski listamaðurinn og hönnuðurinn Karna Sigurðardóttir flytur á morgun fyrirlestur við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Fyrirlesturinn nefnist „News from Nowhere - Hönnun og samfélag“ og fjallar um samfélagsleg áhrif hönnunarverkefnisins „Austurland: Designs from nowhere“
Verkefnið, sem Karna stýrði ásamt Pete Collard, hefur vakið verðskuldaða athygli og hlaut Hönnunarverðlaun Íslands í fyrsta skipti sem þau verðlaun voru veitt.

Fyrirlesturinn í LHÍ er hlut af fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildarinnar sem nefnist GESTAGANGUR, en þar kynna ýmsir utanaðkomandi sérfræðingar spennandi verkefni sem þeir hafa unnið að.

Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði LHÍ að Þverholti 11 í fyrirlestrasal A, þriðjudaginn 9. desember og hefst hann kl. 12:10. Allir eru velkomnir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar