Jólakötturinn 2014: Rjúkandi Rússasúpan verður á sínum stað

jolakotturinnJólakötturinn, jólamarkaður Barra verður haldinn í níunda skiptið laugardaginn 13. desember næstkomandi að Valgerðarstöðum í Fellum. Hann verður opinn frá kl. 12 – 16.

Sami hópurinn hefur staðið á bakvið þennan markað frá upphafi og er sú vinna meira og minna í sjálfboðavinnu. Þeir sem standa að markaðnum er, Barri gróðrarstöð, Félag skógarbænda á Austurlandi, Héraðs- og Austurlandsskógar og Skógrækt ríkisins.

Mikið úrval af góðgæti

„Undirbúningur gengur vel. Það eru komin inn sextíu söluborð svo það verður mikið um dýrðir,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, ein af skipuleggjendum markaðarins.

Á markaðinum eru jólatré frá Skógarbændum og skógrækt ríkisins, matvara og handverk.

Á boðstólnum verður skata og harðfiskur frá Kalla Sveins, hangikjöt frá Möðrudal, svínakjöt frá Miðskeri Hornafirði, kartöflur frá Setbergi, VERN-harður silungsharðfiskur, síld frá Fáskrúðsfirði og sultur og síróp frá Holt og heiðum og Eik.

Í handverki gefur að líta sápur, trévörur, leður, jólavörur, glervörur, prjónavörur, tónlist, fatnað, skrautvörur og margt fleira.

Rússasúpan á sínum stað

„Stemmingin undan farin ár hefur verið mjög góð og það hafa margir lagt leið sína til okkar til að gera sér glaðan dag og gera góð kaup. Þarna færðu líka í raun allt til jólanna. Svo er bara svo gaman og ekki má gleyma að rjúkandi Rússasúpan verður á sínum stað.“

Hvað er Rússasúpa? „Að gera Rússasúpu er gömul hefð frá Hallormsstað. Súpan er í rauninni allt það sem verður eftir af hangikjötsveislunni um jólin. Í henni er hangikjöt, hangikjötssoð, rauðkál, baunir og fleira.

Við byrjuðum með þessa hefð þegar við héldum markaðinn í annað sinn og þetta er orðin fastur liður. Margir koma líka gagngert til að smakka súpuna,“ segir Bergrún að lokum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.