Döðlujól í 2. öðru sæti í jólalagakeppni Rásar 2: Afþökkuðu boð í Loga í beinni

Hallur jonssonGleðisveitin Döðlurnar lentu í öðru sæti í jólalagakeppni Rásar 2. Austurfrétt greindi einmitt frá þátttöku þeirra í keppninni fyrri skemmstu.

Sveitin sendi inn lagið Döðlujól í keppnina og vakti það mikla athygli og var kosið talsvert. Framan af var lagið með mestu spilunina á vefsvæði Rásar 2 á ruv.is

„ Ég er ánægður með úrslitin. Og ég er sérstaklega ánægður með að það að lagið sem vann er ekki einhver væmnisvæla,“ segir Hallur Jónsson meðlimur í Döðlunumí samtali við Austurfrétt rétt í þessu.

Lagið sem lenti í fyrsta sæti heitir Vetrarljósið og er flutt af Jólem og í þriðja sæti lenti Guðrún Árný og Margrét Auður með lagið, Það eru jól

En heyrst hefur að Logi á Stöð 2 hafi boðið Döðlunum að koma og spila jólalagið sitt í þættinum í kvöld. Er það rétt?

„Já, hann hringdi í okkur og bauð okkur að koma. En við afþökkuðum gott boð. Við höfum ekki spilað saman síðan í menntaskóla, og það er tvennt ólíkt að að taka upp lag og „performa“. En við strákarnir tökum Döðlufund fljótlega og ég get ekki gefið meira upp í bili. Við munum senda frá okkur fréttatilkynningu í janúar. Það verðu eitthvað,“ segir hress að lokum.

Hlusta á sigurlögin HÉR

Mynd: Sigga Ella.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar