Hlynur Bragason í yfirheyrslu: Fellabær er einfaldlega bestur
![Hlynur Bragason bilstjóri](/images/stories/news/Hlynur_Bragason_bilstjóri.jpg)
En er hann búin að jafna sig? „Jafna mig? Það var ekkert að jafna sig á. Ég mokaði þessu bara út og fór að keyra. Annars er ég bara slakur. Ekkert jólastress á þessum bæ. Er að stinga af til Tenerife með áskonunni og flýg út í fyrramálið,“ segir Hlynur þegar blaðamaður heyrði í honum. En Hlynur er í yfirheyrslu þessa vikuna.
Fullt nafn: Hlynur Bragason
Aldur: 48
Starf: Framkvæmdarstjóri
Maki: Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir
Börn: Þrjú og eitt í láni
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Fellabær einfaldlega bestur
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Bjór,smjör og ostur
Hvaða töfralausn trúir þú á? Sjálfstæði
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Er ekki hægt að fá spurningarnar á íslensku ?
Hvernig líta kosífötin þín út? KÓSÍ
Hvað bræðir þig? Kerlingin :)
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Hákarl
Hvað er best við jólin? Þegar þau eru búin
Hver er uppáhalds bókin þín? Sjálfstætt fólk
Hver er uppáhalds jólasiðurinn þinn? Jólasalatið sem ég geri á Þorláksmessu
Hvað hefurðu keyrt marga bíla? Úff