Austfirskt tónskáld tilnefnt fyrir tónverk ársins
Verkið „Ár á a streng" eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur, organistanista á Eskifirði, er eitt af þeim fimm verkum sem tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins.Í umsögn valnefndar um verkið segir að það sé „látlaust og seiðandi" og titill þess vel til fundið „þar sem hljóðfærin endurspegla hægferðugt áratak í lygnu vatni.
Grunntónbil flestra strengjahljóðfæra, fimmundin, er áberandi í verkinu og yfirtónaraðir sömuleiðis."
Þórunn Gréta er uppalin á Fljótsdalshéraði og hóf þar píanónám. Hún fór í framhaldsnám í píanóleik í Reykjavík og síðar í tónsmíðanám við Listaháskólanám. Hún lauk fyrr á árinu meistaranámi frá Hamborg í Þýskalandi.
Hún réði sig í haust sem organista til Eskifjarðar en maður hennar, Davíð Þór Jónsson, er héraðsprestur í Austurlandsprófastdæmi.
Í flokknum eru einnig tilnefnd verk eftir Daníel Bjarnason, Atla Heimi Sveinsson, Svein Lúðvík Björnsson og Önnu Þorvalsdóttur.
Verðlaunin verða afhent í Hörpu þann 20. febrúar.