Jólalagið orðið að hefð hjá 10. bekk Egilsstaðaskóla - Myndband

egs 10bekkur jolalagNemendur í tíunda bekk Egilsstaðaskóla luku haustönn sinni með því að semja jólatexta, syngja hann og gera myndband. Þetta er annað árið í röð sem bekkurinn ræðst í slíka vinnu.

Krakkarnir réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur því textinn er saminn við lagið „Let it Go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen en lagið fékk meðal annars Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið.

Stelpurnar í bekknum hjálpuðust að við að gera textann en þeir Aron Steinn Halldórsson og Atli Berg Kárason tóku og klipptu myndbandið.

Krakkarnir leika sjálf í myndbandinu en umsjónarkennararnir Sigfús Guttormsson og Anna Björk Guðjónsdóttir leika þar einnig stór hlutverk.

Og með þessu myndbandi óskum við hjá Austurfrétt lesendum okkar gleðilegra jóla.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar