Litríku postularnir saman á ný: Þetta var alveg fáránlega gaman - myndir
![1502402 10152606333651056 5676709682540942754 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/1502402_10152606333651056_5676709682540942754_o.jpg)
Oft er sagt að sveitir sem koma saman á ný hafi engu gleymt en Postularnir gengust fúslega við gleymsku sinni. Þeir spiluðu í tæpan klukkutíma lög sem „þeim þykir vænt“ um en báðust síðan undan því að taka fleiri lög því þau væru gleymd.
„Við tókum ekki upp öll lögin í gamla daga, svo það gefur að skilja að það var erfitt að muna eftir þeim öllum. En eitthvað af þeim tókum við upp á“ mini-disc“ spilara þegar þeir voru í tísku. Þau lög fluttum við í gær,“ segir Hafþór Valur Guðjónsson, tónlistarmaður og meðlimur Litríku postulanna í samtali við Austurfrétt.
Tríóið starfaði um nokkurra ára skeið um miðjan tíunda áratuginn en þekktasti smellur sveitarinnar er „Bragi í lagi“ sem var á toppnum á jon.is í árdaga mp3 væðingarinnar. Lagið fékk nokkra útvarpsspilun og var meðal annars valið lélegasta lagið á útvarpsstöðinni Mono. Lagið X-B ást fór einnig víða fyrir þingkosningarnar 2003 og spilaði tríóið á kosningaskemmtunum Framsóknarflokksins í kjördæminu við misjafnar undirtektir.
Þrátt fyrir þetta fékk hljómsveitin 15.000 króna styrk frá Menningarráði Austurlands, sem styrkti menningarverkefni ungs fólks, til að gefa út geisladisk árið 2002.
„Okkur fannst þetta alveg gífurlega fyndið þegar við vorum í menntaskóla að syngja svona bull, sem gerði þetta aðeins kjánalegt í gær þegar maður er orðin þrítugur. En okkur er búið að langa að gera þetta í nokkuð mörg ár og létum loks verða af því í gær. Þetta var alveg fáránlega gaman,“ segir Hafþór Valur að lokum.
Litríku postularnir eru: Ingi Valur Valgarðsson, Guðmundir Ingvi Jónsson og Hafþór Valur Guðjónsson.
![10710377 10152606331996056 1146452401483567053 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10710377_10152606331996056_1146452401483567053_o.jpg)
![10830607 10152606333486056 724765882698172189 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10830607_10152606333486056_724765882698172189_o.jpg)
![10835186 10152606333831056 718458659698211823 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10835186_10152606333831056_718458659698211823_o.jpg)
![10896385 10152606331986056 4581380176931719380 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10896385_10152606331986056_4581380176931719380_o.jpg)
„Okkur fannst þetta alveg gífurlega fyndið þegar við vorum í menntaskóla að syngja svona bull, sem gerði þetta aðeins kjánalegt í gær þegar maður er orðin þrítugur. En okkur er búið að langa að gera þetta í nokkuð mörg ár og létum loks verða af því í gær. Þetta var alveg fáránlega gaman,“ segir Hafþór Valur að lokum.
Litríku postularnir eru: Ingi Valur Valgarðsson, Guðmundir Ingvi Jónsson og Hafþór Valur Guðjónsson.
![10710377 10152606331996056 1146452401483567053 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10710377_10152606331996056_1146452401483567053_o.jpg)
![10830607 10152606333486056 724765882698172189 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10830607_10152606333486056_724765882698172189_o.jpg)
![10835186 10152606333831056 718458659698211823 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10835186_10152606333831056_718458659698211823_o.jpg)
![10896385 10152606331986056 4581380176931719380 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10896385_10152606331986056_4581380176931719380_o.jpg)
![10900246 10152606332986056 3911222388244090319 o](/images/stories/news/2014/litrikir_postular/10900246_10152606332986056_3911222388244090319_o.jpg)