Íbúar Fjarðabyggðar boðnir á forsýningu á Fortitude

FortitudeTiger Aspect og Pegasus bjóða íbúum Fjarðabyggðar á forsýningu á 1. og 2. þætti af Fortitude sjónvarpsseríunni.

Seríuna þarf vart að kynna en Fortitude þættirnir voru teknir upp á Austurlandi síðasta vetur, einkum á Reyðarfirði og Eskifirði. Þeir eru eitt stærsta verkefni sem breska Sky sjónvarpsstöðin hefur ráðist í á sviði leikins sjónvarpsefnis.

Sýningar verða fimmtudaginn 8. janúar í Félagslundi Reyðarfirði og verða tvær sýningar, fyrri sýningin hefst kl. 18:00 og hin síðari kl. 21:00.

Sky sjónvarpsstöðin hefur staðfest að sýningar á Fortitude fari í loftið klukkan níu miðvikudagskvöldið 29. Janúar næstkomandi. Hérlendis hefur RÚV tryggt sér sýningarrétt á þáttunum.

Sjá kynningu um þættina HÉR


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar