Egilsstaðabúar hita upp fyrir þorrablótið – Myndband

fljotsdalsherad blot videoBóndadagur er á föstudag og þar með hefst þorrablótsvertíðin. Fjölmörg blót verða austanlands fyrstu helgina og hefur þorrablótsnefnd Egilsstaðabúa sent frá sér upphitunarmyndband fyrir helgina.

Eins og venjan er blóta Egilsstaðabúar þorra strax á bóndadag en meðal annarra Austfirðinga sem blóta þorra um helgina eru Vopnfirðingar og Borgfirðingar á laugardag.

Að venju er mikil vinna lögð í skemmtiatriðin og hefur þorrablótsnefndin á Egilsstöðum sent frá sér stutt kynningarmyndband um blótið sem notið hefur talsverðrar athygli á samfélagsmiðlum.

Járnkonan Svanhvít Antonsdóttir, sannleiksnefndin og Lagarfljótsormurinn og dansandi oddvitar listanna í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs eru meðal þeirra sem bregða fyrir í myndbandinu.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar