Gideonsson/Londré og Jessica Auer fjalla um verk sín í Skaftfelli í dag

skaftfellGestalistamenn Skaftfells í janúar Gideonsson/Londré og Jessica Auer fjalla um verk sín í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag.

Dúettinn Gideonsson/Londré (SWE) var stofnaður árið 2009 vegna sameiginlegs áhuga á mismunandi tegundum tilvistar. Vinnuaðferðir þeirra samanstanda af almennum rannsóknum, opinberum gjörningum og inngripum með þeim ásetningi að afmá mörkin milli viðfangsefnis og listræna afurða.

Þungamiðjan í starfi þeirra er hugmyndin um hið þriðja, sem vísar í eitthvað sem er búið til að tveimur einstaklingum og ekki er hægt að eigna öðru hvoru.

Jessica Auer (f.1978) er ljósmyndari og myndlistarmaður frá Montreal, Kanada. Í verkum sínum fjallar Jessica í megindráttum um menningarstaði, með áherslu á þemu sem tengja staði, ferðlag og menningarlega upplifun.

Jessica útskrifaðist með MFA gráðu í Studio Arts frá Concordia University árið 2007 og hefur síðan sýnt verk sín í galleríum í Kanada og erlendis. Hún er meðlimur í samstarfshópnum Field Workers sem nú kennir ljósmyndun við Concordia University í Montreal.

Í febrúar 2015 mun hún hafa einkasýningu í Listasafninu í Gotlandi í Visby, Svíþjóð.

Listamannaspjallið hefst klukkan 17:00 í Skaftfell Bistró.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar