Fjarðabyggð: Bæjarritari skellti í pönnukökur í tilefni fyrstu komu sólar
Sólarkaffi er drukkið víða um land í tilefni af fyrstu komu sólar og eru þá pönnukökur gjarnan hafðar með. Í Fjarðabyggð sést fyrst til sólar á Eskifirði og Norðfirði. Hún er aðeins seinna á ferðinni á Fáskrúðsfirði eða í kringum 28. janúar, en á Reyðarfirði sést ekki til sólar fyrr en 7. febrúar. Á Stöðvarfirði fer sólin aftur á móti ekki í felur á veturna heldur sést til hennar allt árið.
Mynd: Gunnar Jónsson með pönnukökupönnuna.