Helgin: Fljótsdalshérað mætir Árborg í Útsvari í kvöld

karfa hottur breidablik jan15 0065 webFljótsdalshérað mætir Árborg í spurningakeppninni Útsvar í sjónvarpinu í kvöld. Karlalið Hattar í körfuknattleik og Þróttar í blaki spila útileiki um helgina.

Það eru þau Björg Björnsdóttir, Eyjólfur Þorkelsson og Þorsteinn Bergsson sem skipa Útsvarsliðið sem mætir til leiks í beinni útsendingu á RÚV klukkan 21:00 í kvöld.

Karlalið Þróttar í blaki, sem er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar, spilar í kvöld gegn Aftureldingu og gegn HK á morgun. Báðir leikirnir eru á útvelli.

Þá heimsækir körfuknattleikslið Hattar Skagamenn klukkan 14:30 á morgun. Höttur er fyrir umferðina með átta stiga forskot í efsta sæti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar