112 dagurinn: Mikið fjör í skólanum á Reyðarfirði – Myndir

112 dagur rfj 0004 webNemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar og leikskólanum Lyngholti fengu að skoða búnað viðbragðsaðila á 112 deginum í dag. Mikilvægt er að vita hvert á að hringja þegar eitthvað kemur upp á.

„Aðaltilgangurinn er að kynna börnunum neyðarnúmerið 112 en fræðslan hefur verið lítil miðað við lætin," sagði Helga Hjörleifsdóttir, varaformaður slysavarnadeildar Ársólar í sírenuvælinu á skólaplaninu í morgun.

Þar voru bílar frá sjúkraliði, slökkviliði, björgunarsveitinni og lögreglunni. „Það er frábært að allir voru tilbúnir að koma og gera daginn skemmtilegan fyrir börnin.

Þetta er búið að vera mikið fjör og aðalmálið hefur verið að fá að sitja í löggubílnum með lætin og bláu ljósin."

Hún segir það mikilvægt að viðbragðsaðilarnir séu sýnilegir. „Lögreglan er oft notuð sem grýla en það má ekki. Börnin mega ekki vera hrædd við lögreglu eða aðra viðbragðsaðila."

112 dagurinn var í ár helgaður börnum og forvörnum. „Þau þurfa að læra að þekkja númerið 112 þannig þau viti hvernig bregðast eigi við ef eitthvað kemur upp á. Það er aldrei of oft kveðin vísa að það getur bjargað mannslífum að hringja."

112 dagur rfj 0001 web112 dagur rfj 0005 web112 dagur rfj 0012 web112 dagur rfj 0023 web112 dagur rfj 0033 web112 dagur rfj 0034 web112 dagur rfj 0048 web112 dagur rfj 0055 web112 dagur rfj 0064 web112 dagur rfj 0067 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar