Milljarður rís á Seyðisfirði á morgun

milljardur ris 2015Seyðfirðingar taka þátt í átakinu Milljarður rís á morgun. Verkefnið er til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi.

Fleiri konur deyja eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en vegna krabbameins, umferðaslysa, HIV og malaríu ár hvert

Milljarður rís er einn stærsti viðburður í heimi. Í fyrra tóku 3.000 Íslendingar þátt í dansinum í Reykjavík, Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri ásamt milljónum manna um heim allan.

UN Women hvetur alla til að taka þátt í Milljarður rís og mæta með Fokk ofbeldi- armbandið og bera það með stolti á meðan dansinn dunar. Fokk ofbeldi armbandinu er ætlað að vekja fólk til vitundar um útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag: kynbundið ofbeldi.

Samtökin skora jafnframt á vinnustaði og skóla til að mæta og sýna þolendum ofbeldis samstöðu og dansa gegn kynbundnu ofbeldi.

Dansinn hefst stundvíslega klukkan 12 í félagsheimilinu Herðubreið. Plötusnúðarnir Jónatan og Lasse, stjórnendur Lunga-skólans munu sjá til þess að þakið rifni af húsinu.

Staðreyndir um kynbundið ofbeldi

• 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert
• 3.600 konum er nauðgað í Suður Afríku á hverjum einasta degi
• 40-50% af konum á evrópska efnahagssvæðinu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað
• Líklegra er að íslensk stúlka í 10.bekk á Íslandi hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni heldur en að hún reyki
• Helmingur allra kvenna sem drepnar voru árið 2012 voru drepnar af maka/fyrrverandi maka, kærasta/fyrrverandi kærasta eða fjölskyldumeðlim.
• 64 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri hafa verið þvingaðar í hjónaband um heim allan. Það eru 39 þúsund stúlkur á hverjum einasta degi eða ein á þriggja sekúndna fresti. Af þessum sökum er mæðradauði helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í þróunarlöndum.
• 140 milljónir stúlkna hafa þurft að þola afskurð á kynfærum sínum

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar