Er með fleiri myndir af vinnuvélunum en barnabörnunum – Myndband

armann halldorssonÁrmann Halldórsson, verktaki á Fljótsdalshéraði, er aðalstjarnan í nýju myndbandi frá N1 sem birtist nýverið á netinu.

Myndbandið var unnið fyrir ársskýrslu fyrirtækisins árið 2012 en þar er Ármanni fylgt eftir í vinnu sinni við snjóflóðavarnagarðana í Neskaupstað.

Í því er talað um að kraftmikinn mann þurfi til að breyta fjalli og bent á að verkefnin hafi leitt Ármann upp um öll fjöll á Austurlandi.

Þá er komið inn á viðurnefni hans sem Íslandsmeistari í beinafundi en hann hefur komið niður á þrettán sögulegar minjar á ferlinum.

Síðast en ekki síst þykir honum vænt um vinnuvélarnar sínar og er með fleiri myndir af þeim en barnabörnunum í kringum sig.

N1 Egilsstaðir Ármann Halldórsson from Bernhard Kristinn Photography on Vimeo.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar