Barkinn 2015: Kolbeinn Ísak í yfirheyrslu: Barkinn nær nýjum hæðum í ár! Þetta verður svakalegt
Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum fer fram í Valaskjálf í kvöld. Þetta er nítjánda skipti sem Barkinn er haldin og er söngkeppnin löngu orðin ómissandi viðburður i félagslífi nemenda ME.Kolbeinn Ísak Hilmarsson, 18 ára nemi á þriðja ári á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Egilsstöðum er í nemendaráði skólans og gegnir starfi formanns Tónlistarfélags ME. Hann gegnir meðal annars því hlutverki að skipuleggja tónlistarviðburði á vegum skólans. Hann er því maðurinn sem veit allt um Barkann í ár.
„Það hefur mikið gengið á þessa síðustu daga fyrir Barkann. Mitt hlutverk hefur fyrst og fremst falist í því að hafa yfirumsjón með öllu og deila út alls kyns verkefnum og fylgja undirbúningnum eftir og það er í mörg horn að líta. Barkaskráin svokallaða var hönnuð og henni komið í prentun, þrotlausar æfingar eiga sér stað, við söfnum styrkjum, stillum upp hljóðkerfi og stólum upp salinn.
Allt tekur þetta tíma og orku en með hjálp þeirra frábæru aðila sem TME (tónlistarfélag ME) samanstendur af er þetta lítið mál. Kvöldið í kvöld leggst því mjög vel í mig. Það eru fimmtán frábær atriði sem taka þátt í ár og úrvalslið hljóðfæraleikara spilar undir hjá þeim,“ segir Kolbeinn þegar Austurfrétt heyrði í honum.
„Að mínu mati er þetta ávísun á frábæra skemmtun fyrir hvern sem er og vil ég því hvetja alla, unga sem aldna, til að mæta á þessa miklu tónlistarveislu. Ég er fullur trúar þess að Barkinn í ár nái nýjum hæðum hvað varðar tónlistarflutning, framsetningu og upplifun áhorfenda en þeir sem ekki trúa þessari spá verða bara að mæta í kvöld og láta sannfærast.“
Pallaball
Söngkeppnin byrjar klukkan 19:00 í Valaskjálf (húsið opnar 18:30) og þar munu fimmtán frábær atriði keppa. Sigurvegarinn verður fulltrúi ME í Söngkeppni framhaldskólanna 2015, ásamt því að hljóta glæsileg verðlaun.
Að keppninni lokinni mun hið árlega Barkaball fara fram og er enginn annar en kóngurinn sjálfur, Páll Óskar sem munu halda uppi stuðinu!!
„Þetta verður svakalegt. En ég vil nýta tækifærið til að þakka öllum þeim sem hafa lagt vinnu sína í undirbúning Barkans og fyrirtækjum sem styrktu viðburðinn með einum eða öðrum hætti. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið hægt án ykkar,“ segir þessi flotti strákur að lokum sem er í yfirheyrslu Austurfréttar að þessu sinni.
Allar upplýsingar og listi yfir keppendur og lög er að finna hér.
Fullt nafn: Kolbeinn Ísak Hilmarsson.
Aldur: 18 ára.
Nám:
Er á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Egilsstöðum. Ég stefni ég á útskrift í vor. Stefni svo á áframhaldandi flugnám en ég lauk einkaflugmannsprófi í október 2013
Starf:
Afleysingar hjá Hertz bílaleigu og Flugfélagi Íslands eins og er.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Borgarfjörður Eystri
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum?
Kókómjólk, piparost og frostpinna.
Hvaða töfralausn trúir þú á?
WD-40.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Fátækrarétturinn hennar mömmu (spaghetti og bráðinn ostur með sinnepi og tómatssósu, það er betra en það hljómar).
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú?
Fer gott út að borða
Hvernig líta kosífötin þín út?
Jogging buxur og strandbolur
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
Domino's
Hvernig líkamsrækt stundar þú?
Sund, hlaup og lyftingar.
Hvert er uppáhaldsfagið þitt i skólanum?
Stærðfræði
Hvað er það besta við hitt kynið?
Get ekki ákveðið eitthvað eitt.
Viltu spá í úrslitin í kvöld?
Nei, ég er algjörlega hlutlaus
„Að mínu mati er þetta ávísun á frábæra skemmtun fyrir hvern sem er og vil ég því hvetja alla, unga sem aldna, til að mæta á þessa miklu tónlistarveislu. Ég er fullur trúar þess að Barkinn í ár nái nýjum hæðum hvað varðar tónlistarflutning, framsetningu og upplifun áhorfenda en þeir sem ekki trúa þessari spá verða bara að mæta í kvöld og láta sannfærast.“
Pallaball
Söngkeppnin byrjar klukkan 19:00 í Valaskjálf (húsið opnar 18:30) og þar munu fimmtán frábær atriði keppa. Sigurvegarinn verður fulltrúi ME í Söngkeppni framhaldskólanna 2015, ásamt því að hljóta glæsileg verðlaun.
Að keppninni lokinni mun hið árlega Barkaball fara fram og er enginn annar en kóngurinn sjálfur, Páll Óskar sem munu halda uppi stuðinu!!
„Þetta verður svakalegt. En ég vil nýta tækifærið til að þakka öllum þeim sem hafa lagt vinnu sína í undirbúning Barkans og fyrirtækjum sem styrktu viðburðinn með einum eða öðrum hætti. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið hægt án ykkar,“ segir þessi flotti strákur að lokum sem er í yfirheyrslu Austurfréttar að þessu sinni.
Allar upplýsingar og listi yfir keppendur og lög er að finna hér.
Fullt nafn: Kolbeinn Ísak Hilmarsson.
Aldur: 18 ára.
Nám:
Er á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Egilsstöðum. Ég stefni ég á útskrift í vor. Stefni svo á áframhaldandi flugnám en ég lauk einkaflugmannsprófi í október 2013
Starf:
Afleysingar hjá Hertz bílaleigu og Flugfélagi Íslands eins og er.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Borgarfjörður Eystri
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum?
Kókómjólk, piparost og frostpinna.
Hvaða töfralausn trúir þú á?
WD-40.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Fátækrarétturinn hennar mömmu (spaghetti og bráðinn ostur með sinnepi og tómatssósu, það er betra en það hljómar).
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú?
Fer gott út að borða
Hvernig líta kosífötin þín út?
Jogging buxur og strandbolur
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
Domino's
Hvernig líkamsrækt stundar þú?
Sund, hlaup og lyftingar.
Hvert er uppáhaldsfagið þitt i skólanum?
Stærðfræði
Hvað er það besta við hitt kynið?
Get ekki ákveðið eitthvað eitt.
Viltu spá í úrslitin í kvöld?
Nei, ég er algjörlega hlutlaus