Ranghalar frumflytja nýtt lag kl 15 í dag: Þetta er svona soul skotið lag sem búið er að meðhöndla á svona 80's hátt. Mjög flott!

Ranghalar hljomsveitRanghalar er austfirsk hljómsveit, stofnuð árið 2012. Meðlimir eru allir þaulvanir tónlistamenn sem hafa verið viðloðnir austfirskt tónlistarlíf um langt skeið.

„Við þrír strákarnir byrjuðum að hittast árið 2012 til að vinna að frumsömdu efni. Hrafna datt svo eiginlega bara upp í fangið á okkur í fyrra sumar. Við vorum búnir að vera að leita af gítarleikara en snarhættum við það og réðum hana. Hún smellpassaði inn í bandið,“ segir Jón Knútur Ásmundsson, trommuleikari Ranghölum.

Öll frá Fjarðabyggð

Hljómsveitarmeðlimir koma allir frá Fjarðabyggð og eru Helgi Georgsson, hljómborð og söngur, Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, söngur, Jón Hafliði Sigurjónsson, bassi og Jón Knútur Ásmundsson, trommur.

Ranghalar spilar soul- og fönkskotið popp með ísköldu 80's ívafi. „Við erum voðalega ánægð með tónlistina sem við erum að gera og við erum ekkert feimin með hana. Við viljum eindregið að fólk heyri hana. Við erum því spennt að frumflytja fyrsta lagið okkar í dag. En kl. 15 ætlum við að pósta á facebook einu lagi sem við erum búin að vera að vinna í vetur. Það eru breyttir tímar og er ekki um að gera að prófa nýjar leiðir, svona gerir fólk í dag.“

Flott lag

Segðu okkur aðeins frá þessu lagi. „Þetta er bara svona rólegt popplag sem er svona soul skotið en búið að meðhöndla á svona 80's hátt. Það hljómar eins og dregið út úr níunda áratug síðustu aldar en það er samt eitthvað ferskt við það líka. þetta er flott lag,“ segir Jón Knútur

Hvað er svo framundan hjá Ranghölum? „Við höldum okkar striki. Við erum mjög öguð og hittumst alltaf einu sinni í viku á æfingum. En við ætlum hiklaust að gera plötu og erum að horfa á vorið að taka hana upp og gefa hana svo út í sumar.“

Eitt að lokum. Hvaðan kemur nafnið á hljómsveitinni? “Það hrökk upp úr bassaleikaranum Jóni Hafliða. Þetta er mjög vel heppnað nafn hjá honum, finnst mér allavega,“ segir Jón Knútur að lokum

Þú getur smellt hér til að hlusta á nýja lag hljómsveitarinnar sem verður frumflutt kl. 15 í dag.


Mynd: Gjallarhorn / Frá vinstri: Helgi, Hrafna, Jón Hafliði, Jón Knútur.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.