Keppnir helgarinnar: Fjarðabyggð mætir Reykjanesbæ í Útsvari
![barkinn 2014 0163 web](/images/stories/news/2014/Barkinn/barkinn_2014_0163_web.jpg)
Viðureign Fjarðabyggðar og Reykjanesbæjar hefst klukkan 20:25 í beinni sjónvarpsútsendingu. Lið Fjarðabyggðar skipa þau Jón Svanur Jóhannsson, Guðjón Björn Guðbjartsson og Alma Sigurbjörnsdóttir.
Reykjanesbær hefur löngum átt sterkt lið og þrisvar sinnum komist í undanúrslit.
Átján atriði eru skráð til leiks í söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, Barkanum sem hefst klukkan 19:00 í Valaskjálf í kvöld. Sigurvegarinn tekur þátt fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.
Kvennalið Þróttar í blaki leikur tvo útileiki gegn Stjörnunni, þann fyrri í kvöld og þann seinni á sunnudag. Stjarnan er í þriðja sæti, níu stigum á undan Þrótti.
Helgin er líka mikilvæg fyrir körfuknattleikslið Hattar sem tekur á móti Val klukkan 15:00 á sunnudag. Valsmenn, sem eru í fimmta sæti, gætu reynst örlagavaldar um helgina því þeir mæta FSu, sem er í öðru sæti deildarinnar átta stigum á eftir Hetti, í kvöld.
FSu á síðan annan erfiðan leik því liðið tekur á móti nágrönnum sínum í Hamri, sem eru í þriðja sæti, á mánudagskvöld.
Þá hefur Fjarðabyggð keppni í A-deild Lengjubikars karla. Liðið mætir Þór í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 14:00 á sunnudag.
Sunna Ross sigraði í Barkanum í fyrra. Mynd: GG