Glanni Glæpur og biskup Íslands stigu trylltan dans á Vopnafirði - myndir

aeskulydsmot8Æskulýðsmót kirkjunnar á Norður- og Austurlandi var haldið á Vopnafirði helgina 13. - 15. febrúar síðastliðin. Á mótinu voru unglingar í 8. – 10. bekk og eldri sem taka þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar sinnar.

Einnig mættu hinn frábæri biskup Íslands, hinn stórkostlegi Glanni Glæpur og stigu þau trylltann dans með krökkunum gegn kynbundnu ofbeldi undir yfirskriftinni ,,Milljarður rís” sem er átak útum allan heim, þar sem fólk kemur saman og dansar.

Glanni Glæpur og Davíð Þór

Stefán Karl Stefánsson, betur þekktur sem Glanni Glæpur og sr. Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi, sáu um fræðslu mótsins. Stefán Karl er einmitt stofnandi Regnbogabarna, samtaka gegn einelti.

Þema mótsins var vinátta og unnu krakkarnir með setninguna ,,Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður.” Og var mikil áhersla lögð á þennan guðspjallstexta, vináttu og kærleika.

Fullt af allskonar

Á mótinu var boðið upp á ýmiss konar fræðslu og afþreyingu eins og sundlaugarstuð, ball, hæfileikakeppnina HÆNA. Einnig gátu krakkarnir valið útfrá alls konar hópastörfum til að skrá sig í, eins og til dæmis zumba, bökunarhóp, leiklistarhóp, tónlistarhóp, fjölmiðlahóp sem sá um myndir og fréttagreinar fyrir mótið og margt fleira.

Hæfileikakeppnin HÆNA er árlegur viðburður á þessu landshlutamóti, þar sem hæfileikaríkir unglingar á mótinu geta komið sér á framfæri. Hægt er að koma fram með ýmiss konar atriði eins og t.d. söng, hlóðfæraleik, töfrabrögð, dans og margt margt fleira. Eftir hæfileikakeppnina var haldið ball fyrir krakkana.

Klikkað stuð

Á sunnudeginum var svo farið á samkomu þar sem að krakkarnir ásamt leiðtogum sýndu og léku það sem hópurinn þeirra gerði í hópastörfunum.

Helgin heppnaðist mjög vel og var klikkað stuð og allir í sínu besta skapi. Eftir samkomuna var pylsuveisla og hélt svo hver hópur sína leið heim með fullt af góðum minningum og mikla tilhlökkun til næsta árs, en mótið verður haldið aftur eftir ár en staðsetning kemur í ljós síðar.

Myndir: Fjölmiðlahópur mótsins
aeskulydsmot1
aeskulydsmot7
aeskulydsmot4
aeskulydsmot2
glanni glaepur

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.