Hin eini sanni Varði í yfirheyrslu: Hafði bara gaman af þessu

Thorvardur Sigurbjornsson kennari VaÞorvarður Sigurbjörnsson og Ágúst Ingi Ágústsson kennarar í Verkmenntaskóla Austurlands vöktu heldur betur athygli í vikunni, og komust í fréttirnar þegar Ágúst mætti í skólann á öskudag sem Þorvarður eða Varði eins og hann er alltaf kallaður. Nemendur VA höfðu skorað á kennara að mæta í grímubúningum þennan dag og varð uppi fótur og fit þegar tveir Varðar örkuðu um ganga skólans.

„Ég hafði bara gaman af þessu. Þetta vakti mikla athygli sem var skemmtilegt en um leið óraunverulegt. Fannst ótrúlegt að svona fíflagangur í okkur félögunum fengi svona mikla umfjöllun, segir hinn eini og sanni Varði sem er í yfirheyrslu þessa vikuna.

Rvk-Neskaupsstaður

Varði er fæddur og uppalinn í Breiðholti í Reykjavík. Hann fór í Seljaskóla, varð stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst. „Eftir háskólann flyt ég austur á firði með fjölskylduna fyrst á Reyðarfjörð og svo til Neskaupstaðar og hér er ég búin að vera síðan.“

Mikill íþróttaáhugamaður

Varði er líka mikill knattspyrnu- og íþróttaáhugamaður og er ötull á þeim vettvangi. Hann er í stjórn öldungamóts í blaki hjá Þrótti Neskaupstað auk þess sem hann þjálfar einnig 5. Flokk kvenna í knattspyrnu hjá sama liði.
Okkar maður hefur Kennt við Verkmenntaskóla Austurlands síðan í janúar 2008. En hvað kennir hann? „Ég kenni fyrst og fremst byrjunaráfanga í stærðfræði og stöku viðskiptaáfanga, þá aðallega hagfræði og bókfærslu og það Það er yfirleitt nóg að gera.“ Hvað er mest heillandi við að kenna? „Að kynnast öllu þessu skemmtilega unga fólki og sjá það þroskast og dafna,“ segir Varði.

Fullt nafn: Þorvarður Sigurbjörnsson

Aldur: 38 ára

Starf: Framhaldsskólakennari

Maki: Eva Steinunn Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur og þjónustufulltrúi í Sparisjóð Norðfjarðar

Börn: Valdís Kapitola, 14 ára og Freyja Karín 10 ára

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Út á Norðfjarðarflóa í logni og kvöldsól á kayak er fallegasti staður sem ég hef komið á hér fyrir austan.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum?
Bjór, kokteilsósa og Hleðsla.

Hvaða töfralausn trúir þú á?
Engar

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Góð nautasteik, bernaise og bökuð kartafla.

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú?
Góður matur og léttvínsglas með makanum

Hvernig líta kosífötin þín út?
Íþróttabuxur og bolur

Hvað bræðir þig?
Góðmennska

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
Kennari (Kentucky Fried Chicken) að sjálfsögðu

Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
Star Wars: A New Hope

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Vakna á bilinu 7-8 eftir hressleika. Fer í vinnu og síðan eftir kvöldmat fer ég í íþróttahúsið og þá ýmist í blak eða badminton

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Er í þessum töluðu orðum á Ólafsfirði í starfsmannaheimsókn í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Í kvöld er síðan stefnan tekin á Græna Hattinn á tónleika með Ljótu hálfvitunum. Á morgun fer ég heim og ver restinni af helginni í faðmi fjölskyldunnar.

Sjá Hver er hin eini sanni Varði? hér

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar