Komdu þínu á framfæri á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð
![frambodsfundur va 0010 web](/images/stories/news/2013/frambodsfundur_va_0010_web.jpg)
Markmiðið verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu.
Viðburðurinn er opinn öllu ungu fólki, 15 -30 ára, auk þess eru sveitastjórnarmenn og aðrir sem fara með málefni ungmenna boðaðir á viðburðinn.
Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Í framhaldi af báðum fundum verður kynning á lýðháskólum og ungmennaverkefnum Ungmennafélags Íslands.
Fyrri fundurinn hefst klukkan 13:00 í grunnskóla Stöðvarfjarðar í dag en sá seinni hefst klukkan 13:30 á morgun í Menntaskólanum á Egilsstöðum.