Atli Þór keppir til úrslita um Matreiðslumann ársins
Austfirðingurinn Atli Þór Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, er einn þeirra fjögurra sem keppa til úrslita um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 á sunnudag.Tíu matreiðslumenn kepptu í undanúrslitum keppninnar á mánudag og var Atli einn þeirra fjögurra sem komust áfram.
Þorskur er aðalhráefni keppninnar í ár en réttur Atla þorskhnakka humargljáa og marineruðum þroski með eggjakremi og reyktum hrognum.
Keppt verður til úrslita á Kolabrautinni í Hörpu á sunnudag en hátíðin Food&Fun stendur nú yfir í höfuðborginni.
Aðrir sem keppa til úrslita eru:
Axel Clausen – Fiskmarkaðurinn
Kristófer H. Lord – Lava Bláa Lónið
Steinn Óskar Sigurðsson – Vodafone