Austfirðingur meðal kaupenda Keiluhallarinnar

keiluhollin simmiAthafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson frá Egilsstöðum er einn af nýjum eigendum Keiluhallarinnar í Egilshöll. Hann segir markmiðið að auka upplifun fjölskyldunnar af því að fara í keilu.

Sigmar kaupir reksturinn ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni úr Hamborgarafabrikkunni og og Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi.

„Við erum að taka við virkilega fallegri Keiluhöll og Egilshöllin er fyrir löngu búin að sanna sig sem ein stærsta íþrótta- og afþreyingarmiðstöð Íslands," segir Sigmar í tilkynningu.

„Okkar markmið er að auka veg og vanda keiluíþróttarinnar ásamt því að auka þjónustu við einstaklinga, hópa og fjölskyldur í leit að afþreyingu og góðum mat," segir Sigmar sem lofar nýjum veitingastað í tengslum við reksturinn í haust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar