Helgi Seljan í yfirheyrslu: Trúi á margar töfralausnir. Nema kannski þetta með Jónu-vatnið og pendúlinn. Ég næ því ekki alveg.

Helgi SeljanKarlakvöldið mikla fer fram á Staupasteini á Reyðarfirði á morgun laugardag. Þar verður mikið um dýrðir og margt að sjá fyrir karlpeninginn.

Það er engin annar en Helgi Seljan blaða- og sjónvarpsmaður sem ætlar að veislustýra kvöldinu og sjá til þess að allir skemmti sér konunglega. Af því tilefni fengum við hann til að vera með í yfirheyrslu vikunnar.

Fullt nafn: 
Georg Helgi Seljan Jóhannsson

Aldur: 36

Starf: Blaðamaður

Maki: Katrín Rut Bessadótir

Börn: Indíana Karítas, 7 ára og Ylfa Matthildur, 4 ára.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Jökuldalsheiði og Borgarfjörður. Já og Djúpivogur. Svo auðvitað bara heima hjá mömmu.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum?
Ólíkt konunni minni á ég því láni að fagna að hafa makað mig upp um deild. Jafnvel tvær. Eitt agnarlítið dæmi um það er að eiga ekki alltaf það sama í ísskápnum enda staldrar það yfirleitt stutt við, af mínum sökum, og svo er konan mín lítil íhaldsmanneskja í matseld.

Vínill eða geisladiskur?
Kassetta - Rokk í Reykjavík öðru megin og Gn´R Lies hinum megin.

Hvaða töfralausn trúir þú á?
Allt of margar. Það er líklegast vandamálið. Nema kannski þetta með Jónu-vatnið og pendúlinn. Ég næ því ekki alveg.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Lambakjöt

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú?
Ég sýð mér súpukjöt, eða saltkjöt, og snæði með koníaks-sinnepi.

Hvernig líta kosífötin þín út?
Ég á svona föðurlands-heilgalla. Nota hann ekki nógu oft.

Saknar þú stundum heimahaganna?
Já, já. Ég er óskaplegur þráhyggjumaður og þannig fólk á oft vanda til að hugsa heim.

Hvað bræðir þig?
Stelpurnar mínar þrjár.

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
Hver er ekki uppáhalds skyndibitinn minn, ætti kannski frekar að vera spurningin.

Te eða kaffi?
Kaffi

Hvert er uppáhalds lagið þitt?
Út í veður og vind. Við Ringo Starr deilum þeirri skoðun. Enda erum við báðir andlegir útimigumenn.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér?
Ég er ó, svo heppinn að eiga fáa týpíska daga.

Hvað ætlar þú að gera um helgina?
Ég ætla að vinna. Já og kíkja austur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.