Kökuskreytingarkeppni á Fáskrúðsfirði: Krakkarnir gera þetta allt sjálf - myndir

kokukeppni domararFélagsmiðstöðin Hellirinn á Fáskrúðsfirði er var með skemmtilega kökuskreytingarkeppni fyrir skemmstu. Um tíu kökur kepptu um athygli dómarana sem áttu afar erfitt með að velja sigurvegarann.

„Ég setti þessa keppni á laggirnar þegar ég tók við starfsemi félagsmiðstöðvarinnar fyrir fjórum árum. Kökuskreytingakeppnin er því orðin árviss viðburður sem stækkar alltaf og stækkar,“ segir Guðfinna Erling Stefánsdóttir, forstöðukona félagsmiðstöðvarinnar Hellisins.

Þátttakendur í keppninni eru krakkar í sjöunda til tíunda bekk í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. „Ég er svo montin af þeim. Krakkarnir leggja alltaf meira og meira í þetta og þau gera allt sjálf og fá enga aðstoð. Þetta eru miklir snillingar sem þarna eru á ferð. Svo er ánægjulegt að segja frá því að í ár voru fimm strákar sem tóku þátt. Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum voru alltaf bara stelpur að keppa, en strákarnir eru heldur betur að koma sterkir inn.“

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum sem eru, flottasta kakan, bragðbesta kakan og frumlegasta skreytingin.

Sigurvegari fyrir flottustu kökuna var Eva Dröfn Jónsdóttir. Anna Björg Borgþórsdóttir og Elísabet Eir Hjálmarsdóttir fengu verðlaun fyrir bragðbestu kökuna og þeir Fannar Haukur Hjálmarsson og Júlíus Mourad hrepptu verðlaun fyrir frumlegustu skreytinguna. En var ekkert erfitt að gera upp á milli? „Jú það er sko ekkert auðvelt og þess vegna fæ ég alltaf með mér frábæra gestadómarar. En það var mjótt á mununum þegar við vorum að velja flottustu kökuna, það kom fleiri en ein til greina,“ segir Guðfinna að lokum.

Mynd 1: Dómararnir f.v: Margrét Andrea larsdótttir, Guðfinna Erling Stefánsdóttir og Jóhanna Margrét Agnarsdóttir.
Mynd 2: Bragðbesta kakan eftir Önnu Björg Borgþórsdóttur og Elísabetar Eir Hjálmarsdóttur. 
mynd 3: Frumlegasta kakan eftir þá Fannar Hauk Hjálmarsson og Júlíus Mourad.
Mynd 4: Kitkat kaka
Mynd 5: Dúkkukaka
Mynd 6: Flottasta kakan og jafnramt sigurkakan eftir Evu Dröfn Jónsdóttur
Mynd 7: Sigurvegari kökuskreytingakeppninnar, Eva Dröfn Jónsdóttir.

kokukeppni bragðbestakokkukeppni frumlegastakokukeppnikokukeppni dukkakokukeppni sigurkakakokukeppni winerkokukeppni forsida

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar