Opnar kynningar á háskólunum í ME
![egilsstadir 03072013 0001 web](/images/stories/news/umhverfi/egilsstadir_03072013_0001_web.jpg)
Samtals bjóða háskólar landsins upp á um 500 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi. „Fulltrúar skólanna verða í menntaskólanum á þessum tíma, svara öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, útskýra nýjungar í náminu og gefa gott lesefni,” segir Anna Dröfn Ágústsdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins.
„Við hvetjum alla til að líta við og kynna sér það sem er í boði og ræða við fulltrúa skólanna. Kynningarnar eru öllum opnar” segir Anna. „Það er margt spennandi í boði, allt frá atvinnulífsfræði og arkitektúr til hestafræði, búfræði, byltingafræði, tölvunarfræði og tæknifræði. Þetta er bara pínkulítið brot af því sem hægt er að kynna sér og því vel þess virði að mæta og ræða við okkar fólk.”
Háskóladagurinn er haldinn í ellefta skipti í ár en hægt er að kynna sér dagskrána nánar á heimasíðu Háskóladagsins: http://www.haskoladagurinn.is/.