Oddfellowsystur afhentu krabbameinsfélögum fartölvur
![krabbasamtok fartolva web](/images/stories/news/2015/krabbasamtok_fartolva_web.jpg)
Systurnar söfnuðu fyrir tölvunum með bingói í félagsaðstöðu sinni á Egilsstöðum en nutu stuðnings stofnana og fyrirtækja við öflun vinninga og fyrirgreiðslu við kaup á vélunum.
Fram kom við afhendinguna að tölvurnar myndu nýtast starfsmanni félaganna vel, einnig þegar boðið er upp á fræðslu og fleira í starfi félaganna.
Þess má geta að í haust gaf Kvenfélag Reyðarfjarðar Krabbameinsfélagi Austfjarða styrk sem rann til kaupa á skjávarpa.
Fyrir hönd Oddfellowsystra afhentu Jóhanna Harðardóttir og Bergljót Georgsdóttir formanni Krabbameinsfélags Austurlands Alfreð Steinari Rafnssyni og formanni Krabbameinsfélags Austfjarða Jóhanni Sæberg Helgasyni sitt hvora tölvuna til eignar og óskuðu þær Krabbameinsfélögunum farsældar í starfi í þágu félaga sinna í fjórðungnum.
Frá vinstri: Jóhanna, Alfreð Steinar, Jóhann Sæberg og Bergljót. Mynd: Tinna Hrönn Smáradóttir